Innlent

Metan­­fram­­leiðsla geti nú svarað eftir­­­spurn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis.
Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis. Vísir/Sorpa

Í tilkynningu frá Sorpu segir að fyrirtækið hafi aukið framleiðslu á metangasi síðustu daga nægilega mikið til að svara aukinni eftirspurn viðskiptavina. 

Meðlimir í Facebook-hópnum Metanbílasamfélagið vöktu fyrr í mánuðinum athygli á að metan fengist af skornari skammti. Metanbílaeigendur sem Vísir ræddi við sögðu erfitt að geta ekki verið vissir um hvort metan sé tiltækt eða ekki hverju sinni.

Í tilkynningu frá Sorpu segir að framleiðsla fyrirtækisins á metangasi hafi nú aukist nægilega mikið til að ekki verði rof í þjónustu til olíufélaga á höfuðborgarsvæðinu. Maímánuður hafi verið söluhæsti mánuður Sorpu á metangasi frá upphafi.

Þá segir að gæði gassins höfðu að auki dalað úr 95% í 90% en samkvæmt nýjustu mælingum hafi þau aftur aukist í 92%.

„Á næstu vikum hefst borun í urðunarstaðinn í Álfsnesi til að auka söfnun á gasi. Með því verður tryggt að SORPA geti afhent viðskiptavinum sínum það metangas sem þeir þurfa um komandi ár,“ segir loks í tilkynningunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×