Innlent

„Íbúðamarkaður ekki kólnað eins og ætla hefði mátt“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búist var við meiri kólnun markaðarins.
Búist var við meiri kólnun markaðarins. vísir/arnar

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli apríl og maí og hefur vísitalan nú hækkað fjóra mánuði í röð.

Frá þessu er greint í hagsjá Landsbankans. Segir þar að áður, í nóvember, desember og janúar, varð lengsta samfellda lækkun íbúðaverðs síðan undir lok árs 2009.

„Lækkunin hefur nú gengið til baka og gott betur. Óhætt er að segja að íbúðamarkaður hafi ekki kólnað eins hratt og ætla hefði mátt. Hærra vaxtastig og þrengri lánþegaskilyrði hafa dregið mjög úr aðgengi að lánsfé og þannig slegið á eftirspurn,“ segir í hagsjánni. 

Á móti vegi síaukin þörf á íbúðum og fjölgun landsmanna. Hækkandi leiguverð sýni líka að þótt eftirspurn eftir íbúðum til kaupa hafi minnkað með breyttu lánaumhverfi er enn eftirspurn eftir húsnæði.

Alls voru 392 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í maí, 40% færri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum HMS. Þeim fjölgaði þó á milli mánaða, voru 325 í apríl.


Tengdar fréttir

Mikill munur á hækkun fast­eigna­mats milli hverfa

Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs.

Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×