Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 20:12 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. vísir/vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023 Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49