Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 15:45 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér sé brugðið vegna ákvörðunar ráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira