Innlent

Fé­lags­menn BSRB sam­þykktu nýjan kjara­samning

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB var að vonum ánægð með niðurstöður atkvæðagreiðslna. 
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB var að vonum ánægð með niðurstöður atkvæðagreiðslna.  Vísir/Vilhelm

At­kvæða­greiðslu um kjara­samning ellefu aðildar­fé­laga BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga lauk í há­deginu í dag. Mikill meiri­hluti fé­lags­manna sam­þykkti samninginn sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá BSRB. Samningurinn var undir­ritaður af samninga­nefndum deilu­aðila þann 10. júní síðast­liðinn en BSRB hafði áður staðið í verk­falls­að­gerðum í þrjá­tíu sveitar­fé­lögum á meðan ekki náðist að semja.

Sam­kvæmt hinum nýja samningi munu mánaðar­laun hækka um að lág­marki 35.000 krónur og desem­ber­upp­bót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig sam­komu­lag um sátta­greiðslu að upp­hæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og við­bótar­greiðslur fyrir til­tekin starfs­heiti.

„Niður­staðan er af­gerandi og endur­speglar að fé­lags­fólk er hóf­lega sátt með þennan samning. Það er ó­þolandi að það hafi þurft svo um­fangs­miklar að­gerðir til að ná fram rétt­látum og sann­gjörnum kröfum þeirra. Verk­föllin skiluðu þó meira en kjara­bótum því þau sýndu sveitar­fé­lögunum svart á hvítu hversu ó­missandi starfs­fólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dóttur for­manni BSRB í til­kynningunni.

„Með þessum kjara­samningum var tekið skref í rétta átt til að launin endur­spegli raun­veru­legt verð­mæti þeirra starfa – en bar­áttan heldur á­fram og við höfum þegar hafið undir­búning fyrir gerð næstu kjara­samninga.“

Niður­stöður at­kvæða­greiðslna félagsmanna BSRB:

Fé­lag opin­berra starfs­manna á Austur­landi, 95,92% sam­þykktu

FOSS – stéttar­fé­lag í al­manna­þjónustu, 90,33% sam­þykktu

Kjölur – stéttar­fé­lag starfs­manna í al­manna­þjónustu, 91,7% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Garða­bæjar: 88,54% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Suður­nesja, 94,16% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Vest­manna­eyja, 95,1% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Mos­fells­bæjar, 90,83% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Kópa­vogs, 92% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Húsa­víkur, 93,33% sam­þykktu

Starfs­manna­fé­lag Hafna­fjarðar, 91,02% sam­þykktu

Sam­eyki stéttar­fé­lag í al­manna­þjónustu (Sel­tjarnar­nes og Akra­nes), 87,96% sam­þykktu




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×