107 kýr í nýju og glæsilegu fjósi í Þrándarholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 21:06 Bræðurnir og kúabændurnir í Þrándarholti, Arnór Hans (t.v.) og Ingvar. Þeir eru báðir smiðir og unnu því mjög mikið við að koma fjósinu upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt og glæsilegt fjós hefur verið tekið í notkun á bænum Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fyrir 107 kýr. Tveir mjólkurróbótar eru í fjósinu. Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Bændurnir í Þrándarholti voru með opið fjós í nýja fjósinu á föstudaginn þar sem fjöldi fólks mætti til að sýna sig og sjá aðra. Það var samdóma álit allra að fjósið væri allt hið glæsilegasta og einstaklega vel hannað. Bræðurnir í Þrándarholti, ásamt konum sínum, þeim Sigríði Björk Marinósdóttur og Magneu Gunnarsdóttur, eiga heiðurinn af nýja fjósinu, sem kostaði um 250 milljónir króna. „Húsið er límtréshús frá Flúðum og steinullareiningar frá Flúðum líka. Það eru 107 básar og tveir róbótar, bara hefðbundið nýtísku fjós myndi ég segja,“ segir Ingvar Þrándarson, kúabóndi. Eruð þið ekki bara ánægðir með útkomuna? „Jú, mjög, þetta er liggur við betra en maður þorði að vona enda nóg pláss fyrir kýrnar og allt til alls í fjósinu,“ segir Arnór Hans Þrándarson, kúabóndi i Þrándarholti. Kýrnar eru mjög sáttar í nýja fjósinu enda er það glæsilegt í alla staði og vel hannað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótarnir eru af fullkomnustu gerð og þá fer mjög vel um kálfana í stíunum sínum. Drekkið þið mikla mjólk sjálfir? „Já, já, enda sérðu hvernig við lítum út, það er ekki hægt öðruvísi, spengilegir og fallegir,“ segir Arnór Hans hlægjandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna lét sig ekki vanta í opna fjósið. „Þetta algjörlega frábær aðstaða og auðsjáanlegt að skepnunum líður vel hérna. Þetta er alveg til fyrirmyndar, alveg frábært og öll aðstaða hér í kring alveg til fyrirmyndar líka,“ segir Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem er yfir sig hrifin af nýja fjósinu í Þrándarholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi fólks mætti í opna fjósið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira