33 milljónir flaskna af íslensku vatni til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júní 2023 13:30 Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, sem segir að íslenska vatnið verði okkar olía Íslendinga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sala á íslensku vatni úr landi hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og um þessar mundir enda hafa vélarnar hjá Ölgerðinni ekki undan að tappa vatninu í flöskur þrátt fyrir að vera að störfum allan sólarhringinn. Á síðasta ári seldi fyrirtækið 33 milljónir flaskna í tvö þúsund og fimm hundruð gámum, sem fóru aðallega til Bandaríkjanna. Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Útflutningur á íslensku vatni er vaxandi hluti í starfsemi Ölgerðarinnar enda hafa vélarnar varla undan við að koma vatninu í flöskur. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar er að sjálfsögðu kampakátur hvað vatnsútflutningurinn gengur vel. „Þetta er nú loksins orðið arðbært en við erum búin að vera í þessu í rúm tuttugu ár og það má segja að það sé að rætast núna spá, sem er áratuga gömul að vatnið verða okkar olía Íslendinga.Ég held að það séu miklir möguleikar með íslenska vatnið og þetta sé bara rétt byrjunin,“ segir Andri. Andri segir að unnið sé allan sólarhringinn í kringum vatnið og að afkastageta fyrirtækisins sé að verða uppurinn vegna vinsælda íslenska vatnsins. „Við erum með án efa eitt hreinasta vatn í heimi og það sem er líka kannski ólíkt venjulegu vatni ef við getum orðað það þannig, að við erum með tiltölulega hátt PH gildi, 8,88 í okkar vatni, sem er þá næstum basískt og það þykir mjög eftirsóknarvert,“ segir Andri. Sala á íslensku vatni erlendis, aðallega til Bandaríkjanna hefur aldrei verið eins mikil og á síðasta ári hjá Ölgerðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar fær Ölgerðin allt þetta vatn? „Það kemur úr okkar eigin borholu í Gvendarbrunni, sem er merkt V11 og er leidd hérna í lögn alla leið þaðan og inn í verksmiðjuna hjá okkur og það er engin annar, sem notar þetta vatn nema Iceland Spring vatnið okkar,“ segir Andri Þór. Vélarnar hjá Ölgerðinni eru í gangi allan sólarhringinn og þær hafa varla undan þegar íslenska vatnið er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira