Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 11:01 Hliðarstýri flugvélarinnar skemmdist í árekstrinum. RANNSÓKNARNEFND SAMGÖNGUSLYSA Á BRETLANDI. Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélarinnar skemmdist, sem og vinstri vængur flugvélar suður-kóreska flugfélagsins Korean air. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Þeir sögðu áreksturinn hafa verið mikinn skell. Flugstjórinn vanur því að fylgja öðru verklagi Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi orðið vegna þess að kóresku flugvélinni var ekið fram hjá hinni íslensku, þar sem stjórnendur hennar töldu þá í íslensku vera að fullu lagt í stæði. Þá hafi flugstjóri hennar talið að árekstrarmerki logaði ekki, þrátt fyrir að það hafi gert það. Rannsóknarnefndin segir að flugstjóri hafi virt almennar leiðbeiningar, þess efnis að beygja ekki inn í stæði fyrr en leiðbeiningar lægju fyrir, að vettugi. Flugstjórinn sagði við rannsóknina að hann væri vanur að beygja inn í stæði og bíða þar eftir nánari leiðbeiningum. Þá segir að frumorsök slyssins hafi verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Það væri viðvarandi vandamál á flugvellinum, sem allir hlutaðeigandi þyrftu að takast á við í sameiningu. Fréttir af flugi Bretland Samgönguslys Tengdar fréttir Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. 28. september 2022 21:11 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þann 28. september í fyrra lenti Boeing 757 þota Icelandair í minniháttar árekstri á Heathrow. Engum varð meint af en hliðarstýri flugvélarinnar skemmdist, sem og vinstri vængur flugvélar suður-kóreska flugfélagsins Korean air. Menntaskólanemendur, sem voru á leið heim með flugvélinni eftir námsferð í Lundúnum, lýstu árekstrinum í samtali við Vísi á sínum tíma. Þeir sögðu áreksturinn hafa verið mikinn skell. Flugstjórinn vanur því að fylgja öðru verklagi Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi orðið vegna þess að kóresku flugvélinni var ekið fram hjá hinni íslensku, þar sem stjórnendur hennar töldu þá í íslensku vera að fullu lagt í stæði. Þá hafi flugstjóri hennar talið að árekstrarmerki logaði ekki, þrátt fyrir að það hafi gert það. Rannsóknarnefndin segir að flugstjóri hafi virt almennar leiðbeiningar, þess efnis að beygja ekki inn í stæði fyrr en leiðbeiningar lægju fyrir, að vettugi. Flugstjórinn sagði við rannsóknina að hann væri vanur að beygja inn í stæði og bíða þar eftir nánari leiðbeiningum. Þá segir að frumorsök slyssins hafi verið skortur á leiðsögn á Heathrow vegna manneklu. Það væri viðvarandi vandamál á flugvellinum, sem allir hlutaðeigandi þyrftu að takast á við í sameiningu.
Fréttir af flugi Bretland Samgönguslys Tengdar fréttir Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. 28. september 2022 21:11 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum. 28. september 2022 21:11