Innlent

Grímu­klæddir menn brutu rúður á skemmti­stað í mið­borginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin var með eindæmum róleg, ef marka má yfirlit lögreglu.
Nóttin var með eindæmum róleg, ef marka má yfirlit lögreglu. Vísir/KTD

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um fjóra svartklædda menn með grímur sem fóru að skemmtistað í miðborginni og brutu þar fimm rúður. 

Einstaklingarnir hlaupu eftir það á brott og fundust ekki.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar, sem virðast hafa verið með eindæmum fá. 

Lögregla stöðvaði einnig ökumann á nagladekkjum sem reyndist undir áhrifum vímuefna en annað fréttnæmt gerðist ekki á vaktinni, samkvæmt lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×