Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júní 2023 14:00 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, gagnrýnir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00
Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41