Lífið

Glenda Jack­son er látin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Glenda lét ekki deigan síga þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur.
Glenda lét ekki deigan síga þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur. Mike Marsland/Getty

Glenda Jack­son, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkis­út­varpið greinir frá og segir í um­fjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.

Glenda sópaði að sér verð­launum á leik­listar­ferli sínum sem spannaði nokkra ára­tugi. Hún vann þannig til Óskars­verð­launa fyrir hlut­verk sín í kvik­myndunum Wo­men in Love og A Touch of Class sem komu út á áttunda ára­tugnum.

Breska ríkis­út­varpið hefur eftir Glendu að hún hafi á­vallt staðið föst á sínu. „Ef fólki líkar ekki við mig, þá er það þeirra vanda­mál,“ sagði hún eitt sinn.

Hún tók sér frí frá leik­listinni um nokkurra ára skeið og varð þing­maður Verka­manna­flokksins árið 1992 til 2015. Á þeim tíma gegndi hún mikil­vægum em­bættum fyrir flokkinn, meðal annars í sam­göngu­ráðu­neytinu.

Glenda sneri aftur í leik­listina að stjórn­mála­ferlinum loknum. Hún vann þannig til Bafta verð­launa fyrir hlut­verk sitt í sjón­varps­þátta­röðinni Eliza­beth is Missing árið 2020.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að hún hafi hvergi nærri verið hætt. Hún hafi ný­verið lokið við þátt­töku í tökum á kvik­myndinni The Great Es­ca­per þar sem hún lék eitt af aðal­hlut­verkunum á­samt breska leikaranum Michael Ca­ine.

Glenda tók meðal annars við Bafta verðlaunum árið 2020: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×