Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum greinum við frá mikilvægu skrefi sem stigið var til að Hvammsvirkjun geti orðið að veruleika. Kristján Már er fyrir austan fjall og segir okkur frá afgreiðslu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á málinu.

Við birtum einnig vital við Pál Jónsson, tæplega sjötugan timbursala sem afplánar tíu ára dóm fyrir smygli á miklu magni af kókaíni til landsins. Hann viðurkennir þátt sinn í smyglinu en er ósáttur við hvað hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar.

Í fréttatímanum heyrum við einnig í forseta Alþýðusambandsins um mikla kaupmáttarrýrnum undanfarin misseri, en aðeins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur hann rýrnað um 4,8 prósent.

Fréttamaður okkar tók sér far með Hopp leigubíl í tilefni þess að Hopp hóf leigubílaakstur í dag og lofar lægra verði

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×