Við birtum einnig vital við Pál Jónsson, tæplega sjötugan timbursala sem afplánar tíu ára dóm fyrir smygli á miklu magni af kókaíni til landsins. Hann viðurkennir þátt sinn í smyglinu en er ósáttur við hvað hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar.
Í fréttatímanum heyrum við einnig í forseta Alþýðusambandsins um mikla kaupmáttarrýrnum undanfarin misseri, en aðeins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefur hann rýrnað um 4,8 prósent.
Fréttamaður okkar tók sér far með Hopp leigubíl í tilefni þess að Hopp hóf leigubílaakstur í dag og lofar lægra verði
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.