Hæfileikarnir drógu okkur saman Íris Hauksdóttir skrifar 12. júní 2023 17:29 Tónlistarfólkið Elín Hall og Reynir Snær eiga sér langa og skemmtilega sögu. Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar. Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Elín er nýútskrifuð leikkona en hún leikur meðal annars í sýningunni Níu líf í Borgarleikhúsinu. Samhliða sinnir hún tónlist en nýjasta lag hennar, Vinir, nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Reynir er jafnframt afkastamikill á sínu sviði sem gítarleikari en hann starfar við útsetningar á tónlist fyrir ótal listamenn. Elín og Reynir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum Heitt á könnunni. Hvenær byrjuðu þið að vinna saman? „Það var þegar ég var í hljómsveit í menntaskóla. Við hétum Náttsól og fengum þessa stráka með okkur,“ segir Elín og heldur hlæjandi áfram. „Þetta var áður en þeir urðu nettir. Við fórum saman til Þýskalands og vorum þar í viku. Þetta var 2017. Þar urðum við mjög góðir vinir.“ „Urðum við góðir vinir?“ Segir Reynir í hálfgerðri forundran við Elínu. „Já við urðum kærustupar,“ viðurkennir Elín. „Við vorum ekki beint miklir vinir fyrir það en það varð ákvörðun að vera kærustupar. Við vorum mjög ung, ég var 18 ára.“ „Og ég var seinþroska, bætir Reynir við,“ en hann er nokkrum árum eldri en Elín. „Það var mjög gaman hjá okkur. Og við fórum að vinna mikið músík saman. Þetta þróaðist fljótt,“ segir Elín og heldur áfram. Fór að hlusta á músík með öðruvísi eyrum „Ég held við höfum heillast að hvort öðru í gegnum tónlistina. Ég var mjög heilluð af Reyni sem gítarleikara.“ Þannig að hæfileikarnir drógu ykkur svolítið saman? Reynir grípur orðið: „Já ég held að það hafi verið svolítið stór faktor í þessari hrifningu. Elín hefur haft mjög stór áhrif á mig og gert mig smekklegri músíkant. Ég fór að hlusta á tónlist öðruvísi og með öðruvísi eyrum.“ Heimurinn endaði í smá tíma En hvernig gengur að vinna svona náið með fyrrverandi partner? „Það er erfitt,“ segir Reynir, „en núna er það fyrir mína parta næs. Mér fannst eins og eitthvað hafi smollið bara um daginn.“ „Nú eru að verða bráðum tvö ár síðan við hættum saman,“ bætir Elín við. „Við erum búin að vinna í músík allar götur síðan við hættum saman sem gat verið mjög intentional og ekki alltaf auðvelt en alltaf þess virði. Ég held við höfum horft á þetta sem skilnaðarbarn. En það var enginn að þvinga okkur til að gera þetta og ég fékk mjög mikið af skilaboðum úr samfélaginu í kringum mig, afhverju, tilhvers?“ Reynir tekur undir: „Ég held það hafi keyrt mig áfram að vera þrjóskur á móti.“ „Þetta þurfti svolitla vinnu,“ bætir Elín við og heldur áfram. „Við vorum par í fimm ár. Við þurftum að brjóta svolítið mikið alla múra a milli okkar og eiga öll samtöl milli himins og jarðar til þess að gera eitthvað svona stórt eins og að hætta saman eftir svona langan tíma. Heimurinn endaði alveg í smá tíma.“ Hlaðvarpsþáttinn í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09 Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. 8. mars 2023 12:09
Elín Hall og GDRN sameina krafta sína í nýju lagi Tónlistarkonurnar Elín Hall og Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leiða saman hesta sína í laginu Júpíter sem kom út í dag. 14. apríl 2023 15:22
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein