Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 10. júní 2023 22:41 Benedikt Sveinsson er vaktstjóri í sundlaug Kópavogs. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum. Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54