Kaupfélag Skagfirðinga eigi ekki að flytja inn kjöt Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2023 12:10 Skagfirðingabúð á Sauðarkróki er höfuðstöð Kaupfélags Skagfirðinga. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, haldinn 6. júní, beindi því til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Ályktunin kemur á sama tíma og Alþingi hættir tollfrjálsum innflutningi á úkraínsku kjöti. Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni. Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bændablaðið greindi fyrst frá aðalfundinum. Ályktunin er sérstaklega áhugaverð í ljósi frétta sem berast af Alþingi. Þar ætla þingmenn ekki að framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu vegna andstöðu nokkurra þingmanna. Undanþágan hefur verið ein helsta leið Íslendinga til að styðja við Úkraínu. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu til að lýsa yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, bæði stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þórdís Kolbrún og Guðlaugur Þór lýstu bæði yfir vilja sínum til að framlengja undanþáguna á meðan flokksbræður þeirra, Ásmundur Friðriksson og Birgir Þórarinsson, gerðu lítið úr vægi innflutningsins fyrir Úkraínu. Áður höfðu Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og þingmenn Viðreisnar sagt að þrýstingur frá hagsmunaöflum landbúnaðarins hafi komið í veg fyrir að undanþágan yrði framlengd. Ísland eigi að framleiða sitt eigið kjöt og merkja það vel Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, sagði ályktun aðalfundarins vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið og dótturfélög þess eigi að standa fyrir. Þá segir hann að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu á kjötvörum. Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, segir ályktun aðalfundarins skýr skilaboð.Aðsent „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á,“ hafði Bændablaðið eftir Sigurjóni. Í samþykkt fundarins er því einnig beint til stjórnar að Kaupfélagið og dótturfélög þess selji ekki landbúnaðarvörur nema uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila. Þá var í samþykkt aðalfundarins lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga aðstoði sína innleggjendur þannig að starfsskilyrði þeirra verði sem best og að leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda. „Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni.
Landbúnaður Skagafjörður Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 „Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03 Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7. júní 2023 14:03
Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7. júní 2023 11:42