Innlent

Bein út­sending: Eld­hús­dags­um­ræður á Al­þingi

Atli Ísleifsson skrifar
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, verður í hópi ræðumanna á eldhúsdegi í kvöld.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, verður í hópi ræðumanna á eldhúsdegi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:40.

Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur hver þingflokkur þar átta mínútur í fyrri umferð og fimm mínútur í seinni umferð.

Röð flokkanna í báðum umferðum verður eftirfarandi: Samfylkingin, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Miðflokkurinn.

Hægt er að fylgjast með umræðunum í spilaranum að neðan.

Ræðumenn flokkanna verða eftirtaldir:

  • Fyrir Samfylkinguna tala í fyrri umferð Kristrún Frostadóttir, 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, og í þeirri seinni, Oddný G. Harðardóttir, 8. þm. Suðurkjördæmis.
  • Ræðumenn Flokks fólksins eru Inga Sæland, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð, og Guðmundur Ingi Kristinsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.
  • Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í fyrri umferð, og Bryndís Haraldsdóttir, 6. þm. Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.
  • Ræðumenn Pírata eru í fyrri umferð Andrés Ingi Jónsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og í seinni umferð Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.
  • Fyrir Framsóknarflokkinn tala Ingibjörg Isaksen, 1. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og Jóhann Friðrik Friðriksson, 5. þm. Suðurkjördæmis, í þeirri seinni.
  • Ræðumenn Viðreisnar eru Hanna Katrín Friðriksson, 8. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og í þeirri seinni Sigmar Guðmundsson, 12. þm. Suðvesturkjördæmis.
  • Fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð tala Orri Páll Jóhannsson, 10. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð og Jódís Skúladóttir, 10. þm. Norðausturkjördæmis, í seinni umferð.
  • Fyrir Miðflokkinn tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð, og í þeirri seinni Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvesturkjördæmis.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×