Fólk spari tárin þrátt fyrir brotthvarf „drottningar bíóanna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 09:06 Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré. Kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri Klapptré segir það á vissan hátt leitt að kvikmyndasýningum eigi að hætta í Háskólabíó. Hann segir lokunina rifja upp margar minningar en svo, að sjálfsögðu, heldur lífið bara áfram. Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira