Innlent

Göngu­götunni lokað fyrir um­ferð næsta sumar

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Hilda Jana hefur barist fyrir því að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð.
Hilda Jana hefur barist fyrir því að göngugötunni verði lokað fyrir bílaumferð.

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í dag að Göngugötunni verði lokað fyrir umferð næsta sumar. Einnig á daginn á sunnudögum núna í sumar. 

Staðarmiðlarnir Vikudagur og Akureyri.net greina frá þessu.

Var samþykkt samhljóða að gera breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar götulokanir fyrir vélknúin ökutæki á þeim hluta Hafnarstrætis sem er í daglegu kallaður Göngugatan. Það er að gatan verði lokuð allan sólarhringinn í júní, júlí og ágústmánuðum árið 2024.

Einnig að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 11 til 19 á sunnudögum í júní og ágústmánuðum núna í sumar.

Aðgengi verður tryggt fyrir P-merkta bíla fatlaðra, ökutæki viðbragðsaðila og þeirra sem koma með aðföng fyrir fyrirtæki.

Himinlifandi með viðsnúninginn

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í minnihluta hefur barist fyrir því að gatan verði lokuð fyrir bílaumferð. Hún fagnar breytingunni.

„Ég er himinlifandi með þennan viðsnúning og vonast til að bæjarbúar og gestir geti notið þess enn betur en áður að dvelja í miðbænum okkar, ekki síst yfir sumarmánuðina,“ segir Hilda Jana. „Miðbærinn okkar á að iða af mannlífi, menningu, verslun og þjónustu. Ég vonast til þess að þessi breyting skapi góðan farveg til þess að efla miðbæinn okkar.“

Aðspurð um hvort að þetta sé framtíðin segir Hilda Jana erfitt að spá fyrir um það. Skrefið hafi núna verið tekið líklega muni reynslan leiða það í ljós hvort að gerðar verði breytingar í framtíðinni.

„Það er hins vegar ekki nægilegt að taka þetta skref, því við þurfum einnig að horfa til öflugrar uppbyggingar í miðbænum, sem og á fallega hafnarsvæðinu okkar,“ segir hún. „Uppbyggingar sem gerir svæðið enn vistvænna og eftirsóknarverðara fyrir fjölbreytt atvinnu- og mannlíf.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.