Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 08:59 Í Bítinu eru tekin tæplega tvö þúsund viðtöl á ári. Vísir/Vilhelm Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“ Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Sjá meira
Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“
Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Sjá meira
Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31
Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30
Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00