Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 09:13 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Á þriðja þúsund BSRB-félaga leggja niður störf víðs vegar um landið í dag. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent