Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 08:34 Heiða segir erfitt fyrir sveitarfélögin að vera í deilum við starfsfólk. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. Bítið Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Heiða Björg var gestur í Bítinu í morgun þar sem hún ræddi stöðuna í vinnudeilu sveitarfélaganna og BSRB, þótt hún sé ekki beinn þátttakandi í viðræðunum. Kemur hún þó að því að skipa samninganefnd og setja markmið fyrir viðræðurnar. Sagði hún að sveitarfélögin séu í samfloti með hinu opinbera, það er ríkinu og Reykjavíkurborg sem semur sér. Allir þessir aðilar hafi sameiginleg markmið hvað varðar launamál. „Við getum ekki breytt þessu í samningagerð við eitt verkalýðsfélag,“ sagði Heiða. „Við þurfum þá að taka einhverja heildarákvörðun um launasetningu á Íslandi og hvaða hópa við viljum hækka.“ Réttur fólks að fara í verkfall Heiða sagði eðlilegt að fólk myndi takast á um kaup og kjör en það væri vitaskuld vonbrigði þegar vinnudeilur verða það harðar að það komi til verkfalls. Það þurfi þó að sýna þessu skilning og að það sé réttur fólks að nýta verkfallsrétt sinn. „Okkur finnst erfitt að vera í deilum við okkar starfsfólk því að við leggjum okkur fram um að vera góðir vinnustaðir og búa vel að okkar starfsfólki,“ sagði Heiða. Það hefði þó verið þannig lengi að sveitarfélögin greiddu lægstu launin. Bæði sveitarfélögin og BSRB væru hins vegar sammála um það að lægstu launin muni hækka í samningi, þegar hann loksins verður til. Hvorugur fari ánægður frá borði Hvenær það verður sé ekki gott að segja. Heiða sagðist bjartsýn á að verkfall yrði ekki langt fram á sumarið. Verið væri að vinna að árs samningi og svo verður farið strax að huga að næstu samningagerð. Ásteytingarsteinninn væri krafa BSRB um að fara með hækkanir inn í síðasta samningstímabil. Það væri ekki hægt og að sveitarfélögin hefðu farið yfir það með lögfræðingum sínum. Hún gerir hins vegar ráð fyrir að þegar samningur loks náist fari hvorugur aðili fyllilega ánægður frá borði, eins og venjan sé í kjaradeilum. „Staða sveitarfélaganna er eins og hún er. Við erum flest að reka okkur í járnum við að ná endum saman og reka samfélögin okkar vel. En ég held að heimilin séu mörg líka þar. Margt fólk í BSRB er ekki hálaunafólk og ég skil vel að þau vilji hærri laun,“ sagði Heiða. Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.
Bítið Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira