Forseti Úkraínu sagði tíma ákvarðana varðandi leið landsins inn í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið runninn upp þegar hann sótti fund fimmtíu leiðtoga Evrópu í Moldavíu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkan vilja meðal leiðtoga NATO þjóða að leiðtogafundur NATO í júli marki tímamót varðandi framtíð Úkraínu í bandalaginu.
Á eáðstefnu um kynferðisofbeldi gegn börnum í dag kom fram að drengir væru ólíklegri en stúlkur til að greina frá ofbeldi gegn sér. Nauðsynlegt væri að bæta úrræði fyrir brotaþola.
Við kíkjum einnig á lokaundirbúning á uppsetningu á mikilli safnasýningu í Ásgarði í Garðabæ, þar sem margs konar og verðmæt söfn verða til sýnis. Allt frá frímerkjasöfnum til safna á munum sem tengjast íslenskum nasistum á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.