Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 08:06 Teiknuð mynd af Arnarnesvegi. Vegagerðin Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum. Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum.
Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10