Lífið

Glæsi­leg sér­hæð með saunu á besta stað í bænum

Íris Hauksdóttir skrifar
Íbúðin skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnálmu, þrjú svefnherbergi, herbergi og baðherbergi.
Íbúðin skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnálmu, þrjú svefnherbergi, herbergi og baðherbergi.

Fimm herbergja fjölbýlishús við Ásvallagötu í Reykjavík er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 190 eru 129,9 milljónir króna.

Um er að ræða fallega sérhæð þar sem bílskúr hefur verið breytt í íbúð. Eignin er falleg og virðuleg í glæsilegu húsi sem teiknað er af Þóri Baldvinssyni.

Íbúðin skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnálmu, þrjú svefnherbergi, herbergi og baðherbergi. Auk þess er séreignarrými í kjallara með geymslu ásamt rými sem breytt hefur verið í baðhús sem samanstendur af sauna, hornbaðkari og sturtu.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um húsið á Fasteignavef Vísis en hér að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Herbergin eru þrjú. Eitt þeirra er innaf forstofu/holi en tvö í svefnálmu. Herbergin eru öll parketlögð. Gunnar Bjarki

Barnaherbergið er einstaklega fallegt.Gunnar Bjarki
Eldhúsið hefur verið endurnýjað, með góðu skápaplássi. Falleg ljós innrétting er í eldhúsi.Gunnar Bjarki
Úr forstofu er gengið niður í kjallara en þar er séreignarrými með geymslu, þvottahúsi og baðhúsi.Gunnar Bjarki
Gólf er parketlagt. Eldhús myndar opið rými með borðstofunni.Gunnar Bjarki
Stofan er björt og falleg.Gunnar Bjarki
Stofan og borðstofan eru samliggjandi, mjög rúmgóðar.Gunnar Bjarki
Tvennar svalir eru á íbúðinni, en aðrar þeirra liggja meðfram stofunni og snúa til suðvestur.Gunnar Bjarki
Annað baðherbergið inniheldur sauna, hornbaðkar og sturtu.Gunnar Bjarki
Baðherbergið er flísalagt. Baðkar með sturtu í. Gluggi er á baðherbergi.Gunnar Bjarki
Mjög falleg íbúð á eftirsóttum stað í vesturbænum.Gunnar Bjarki


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.