Innlent

Launa­hækkunin sé blaut tuska í and­lit þjóðarinnar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Flokkurinn gagnrýnir launahækkun æðstu ráðamanna harðlega.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Flokkurinn gagnrýnir launahækkun æðstu ráðamanna harðlega. Vísir/Vilhelm

Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá stjórnmálaflokkinum en hún er undirrituð af Andra Egilssyni, aðstoðarmanni Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, fyrir hönd þingflokksins.

Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun þingmanna hækka um 85 þúsund en laun forseta þingsins og ráðherra um 141 þúsund. Forsætisráðherra fær svo 156 þúsund þúsund og formenn flokka án ráðherrastóls fá 127 þúsund króna hækkun.

Flokkur fólksins segir að á sama tíma sé almennt launafólk að fá hækkanir frá þrjátíu upp í sextíu og sex þúsund krónur. 

„Hvaða skilaboð sendir það til almennings þegar æðstu ráðamenn landsins, sem margir hverjir hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna sem hefur barist af hógværð fyrir umbjóðendur sína, taka allt að 113% hærri launahækkun en samið var um á almennum vinnumarkaði?“

Flokkurinn krefst því þess að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna verði frestað á meðan „okurvextir og óðaverðbólga fara um samfélagið sem eldur um akur og á meðan verkföll og kjaradeilur eru á borðinu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×