Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 21:33 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að laun æðstu ráðamanna ríkisins, sem eru meðal annarra Alþingismenn, ráðherrar, dómarar og Seðlabankastjóri, hækki töluvert þann 1. júlí. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, birti í kvöld samantekt á krónutöluhækkunum Alþingismanna. Þær eru eftirfarandi: 85.000 - Óbreyttir þingmenn 141.000 - Forseti þingsins 141.000 - Ráðherrar 156.000 - Forsætisráðherra 127.000 - Formenn flokka án ráðherrastóls „Þetta er svo mikil hræsni sem er í gangi. SGS samdi bara um krónutölur, við sömdum ekkert um prósentur. Iðnaðarmenn sömdu hins vegar um krónutöluhækkanir á kauptaxtana og svo voru þeir með 6,75 prósent handa þeim sem ekki tóku laun eftir kauptöxtum, en að hámarki 66 þúsund,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu. „Það fer bara á engan hátt saman hljóð og mynd hjá þessu fólki.“ Forsætisráðherra segir kerfið gott Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um komandi launahækkanir ráðamanna. Hún segir hækkanirnar vera í samræmi við lög sem sett voru árið 2019, þegar kjararáð var lagt niður. Í lögunum segir að laun ráðamanna skuli taka breytingum 1. júlí ár hvert í samræmi við útreikninga Hagstofunnar á hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins. Katrín bendir á til upprifjunar að kjararáð hefi verið mjög umdeilt á sínum tíma og segir að núgildandi lög séu góð og þau tryggi gagnsæi. „Það að við erum ekki leiðandi í launaþróun heldur fylgjum launaþróun ríkisstarfsmanna. Og það er algjörlega fyrirsjáanlegt líka sem var ekki með gamla kerfið með gamla kjararáðinu,“ segir Katrín í samtali við RÚV. Katrín segir núverandi fyrirkomulag betra en það sem var við lýði þegar kjararáð var og hét.Stöð 2/Ívar Fannar Skilaboð um að hækkun á almennum markaði hafi ekki verið næg „Það er grátbroslegt að sjá ráðamenn sem hafa gagnrýnt verkalýðshreyfinguna fyrir afar óábyrga kjarasamninga taka 113% hærri launahækkun en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði. En þetta sýnir líka hvernig prósentuhækkanir eru tryllitæki blekkingar og aflgjafi misskiptingar og óréttlætis,“ segir Vilhjálmur í færslu sem hann birti á Facebook í kvöld. Í samtali við Vísi segir hann að komandi hækkanir launa ráðamanna séu ekkert annað en skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar um að launahækkanir, sem samið var um í vetur, hafi ekki verið nægilega miklar. „Þeir komast allavega ekki með tærnar þar sem krónutölurnar þeirra hafa hælana,“ segir hann. Ráðamenn skuli sjá sóma sinn í því að þegja Vilhjálmur segir að það minnsta sem ráðamenn geti gert nú sé að sjá sóma sinn í því að þegja. „Það er það minnsta, standa ekki hér á öllum þökum og kenna íslenskum verkalýð um, segja að það þurfi að taka upp nýtt vinnumarkaðsmódel, hér sé vinnumarkaður gjörsamlega óbeislaður. Og horfa svo á þessar tölur samanborið við það sem samið var um á almennum markaði. Þá verður þetta ágæta fólk bara að spyrja sig að því hver er óábyrgur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira