Innlent

Björgunar­sveitar­menn festu sig við björgunar­til­raun

Árni Sæberg skrifar
Leirvogsá er vatnsmikil um þessar mundir.
Leirvogsá er vatnsmikil um þessar mundir. Landsbjörg

Um miðjan dag í dag barst Landsbjörgu hjálparbeiðni frá fólki sem hafi fest jeppa sinn í Leirvogsá í Mosfellsbæ. Ekki fór betur en svo að bíll á vegum björgunarsveitar festist einnig í ánni.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að bíllinn hafi setið fastur og færst til undan straumþunga.

Björgunarsveitir frá Kjalarnesi og Mosfellsbæ hafi farið á vettvang til aðstoðar. En ekki hafi farið betur en svo að einn bíll frá björgunarsveit festist einnig í ánni, við hlið hins bílsins. Mikið vatn sé í Leirvogsá eftir rigningar undanfarinna daga.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi einnig sent fjallabíl sinn á vettvang, sem dró svo upp báða bílana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.