Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að bíllinn hafi setið fastur og færst til undan straumþunga.
Björgunarsveitir frá Kjalarnesi og Mosfellsbæ hafi farið á vettvang til aðstoðar. En ekki hafi farið betur en svo að einn bíll frá björgunarsveit festist einnig í ánni, við hlið hins bílsins. Mikið vatn sé í Leirvogsá eftir rigningar undanfarinna daga.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi einnig sent fjallabíl sinn á vettvang, sem dró svo upp báða bílana.