Alls er um að ræða tuttugu og fjóra tónleika sem allir áttu að fara fram í Evrópu. Til að mynda ætlaði Dion að koma fram í Kaupmannahöfn, London, Osló, París og Stokkhólmi en ljóst er að ekkert verður af því í bili.
„Mér þykir svo leitt að valda ykkur aftur vonbrigðum,“ segir Dion í upphafi færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í gær. Hún var þegar búin að aflýsa fjölda tónleika og fresta öðrum af sömu ástæðu. „Þó svo að það brjóti í mér hjartað er best að við aflýsum öllu þar til ég er raunverulega tilbúin til að vera aftur á sviði.“
Dion virðist þó vera staðráðin í að halda tónleika á ný:
„Ég er ekki að gefast upp og ég get ekki beðið eftir því að sjá ykkur aftur.
I m so sorry to disappoint all of you once again... and even though it breaks my heart, it s best that we cancel everything until I m really ready to be back on stage... I m not giving up and I can t wait to see you again! Celine xx
— Celine Dion (@celinedion) May 26, 2023
More info https://t.co/DHUch7W7OF pic.twitter.com/bgszxVd1za