Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2023 13:08 Starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum víða á landsbyggðinni leggur niður störf á morgun. Trúnaðarmaður óttast allsherjarverkfall í sumar. Vísir/Tryggvi Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda. Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína. Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Áframhaldandi stígandi er í verkfallsaðgerðum BSRB og á morgun leggur starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni niður störf. Víða verður því lokað í sundlaugum fram yfir helgi. Meðal annars á Akureyri og segir Brynja Rún Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna sundlauga í bænum, að fólk sé dapurt yfir því að þurfa að taka slaginn. Starfsfólki mismunað „Það er verið að mismuna starfsfólki sem er að vinna saman. Við erum búin að sjá nú þegar að starfsfólk í sundlaugum, sem er að vinna hlið við hlið, í sama starfi er með mismunandi laun,“ segir Brynja. BSRB hefur krafist afturvirkni frá síðustu áramótum, eða að félagsmenn fái eingreiðslu, til að tryggja sambærilegar launahækkanir og félagsmenn annarra stéttarfélaga hafa fengið. Samninganefnd Sambands íslensksra sveitarfélaga hefur ekki fallist á það og Brynju sárnar skilningsleysið á stöðunni. „Líka bara hjá sveitarfélaginu og fólki í bæjarráðinu. Þau vilja ekkert tala um þetta og skjóta niður umræðuna og segja að þetta tengist þeim ekkert.“ Brynja reiknar ekki með öðru en allsherjarverkfalli, sem hefst að óbreyttu 5. júní. „Við erum að fara í verkfall á morgun og það eru engar umræður um að það verði samið.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir engan fund hafa verið boðaðan. Enn er langt á milli aðila.Vísir/Arnar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í samtali við fréttastofu að enn sé langt á milli aðila. Óformleg samtöl eiga sér stað en ekki hefur verið boðað til fundar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara verður það gert um leið og ástæða er talin til. Fjöldi foreldra var heima með leikskólabörn í síðustu viku þar sem leikskólar voru víða lokaðir og verkfallsaðgerðum þar verður haldið áfram á þriðjudag. Meðal annnars í Mosfellsbæ og segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, stöðuna alvarlega. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við höfum í raun og veru miklar áhyggjur af því við vitum að þetta kemur sér mjög illa fyrir foreldra og börn. Hér þurfum við sem sagt að loka þremur leikskólum og svo er skert þjónusta á fimm öðrum leikskólum í næstu viku.“ Regína vonar að lausn finnist í deilunni sem allra fyrst. Geturðu tekið undir kröfur BSRB að einhverju leyti? „Ég skil mjög vel að það þurfi að launa vel þessi störf. Þarna er um að ræða lægst launaða hópinn hjá okkur. En ég treysti líka samninganefndinni sem er að vinna þetta fyrir sveitarfélögin og verð eiginlega að vísa á þau í þessu samhengi,“ segir Regína.
Vinnumarkaður Mosfellsbær Akureyri Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Sundlaugar Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent