„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 09:44 Stiginn hefur vakið mikla athygli meðal Breiðhyltinga. Vísir/Vilhelm Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. „Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Þetta er hræðileg sjónmengun fyrir mig,“ segir Steinunn Ásmundsdóttir, íbúi í Bökkunum í samtali við Vísi. Stiginn er nú nýr hluti af útsýni hennar af svölunum heima fyrir og segist hún hafa verið gáttuð á að sjá allt í einu þetta „vúlgar galvaníseraða járnbákn“ líkt og hún kallar stigann. Ljóst er að stiginn er mikið hitamál en einn íbúa var svo ósáttur að hann sá sig knúinn til þess að hafa samband við fréttastofu vegna málsins. Kveður hann stigann ekki hafa verið kynntan í grenndarkynningu, hann hafi birst fyrirvaralaust íbúum til mikils ama og segir um að ræða mikið lýti á skóginum. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar frá Reykjavíkurborg um framkvæmdirnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er um að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúðarkosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. Í þeirri tillögu var lagt til að stiginn yrði byggður á vel völdum stað, með sem minnstri röskun á gróðri. Miklar umræður hafa skapast um stigann og útlit hans meðal Breiðhyltinga í íbúahópi á Facebook. Margir eru gríðarlega ósáttir. „Ömurlegt skrímsli sem eyðileggur náttúruna,“ skrifar einn íbúa og margir taka undir. Þá benda nokkrir á að upphitaður göngustígur sé skammt frá. Einn hvetur þó nágranna sína til þess að hætta að tuða og kveðst spenntur yfir því að nota stigann, við miklar undirtektir. Dásamaði útsýnið áður fyrr Steinunn tekur í sama streng og íbúinn sem hafði samband við fréttastofu. Hún spyr hvort menn séu galnir. „Þetta er dálítið eins og að skjóta mýflugu með fallbyssu og nettari viðgerðir þessa smástígs hefðu átt margfalt betur við.“ Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi horft á skóginn af svölunum hjá sér og hingað til dásamað útsýnið. „Þessa vinalegu stíga, skóginn og þessa náttúru inni í miðri borg.“ Íbúar segja stigann stinga í stúf við umhverfi sitt í skóginum. Vísir/Vilhelm Steinunn segist taka undir með vini sínum sem hafi sagt stigann minna sig á stiga úr amerísku fangelsi. Hún skilji að stiginn hafi verið byggður á þennan hátt til þess að forða því að snjór safnist saman á honum. „En af því að ég er nú gamall landvörður og náttúruverndarsinni að þá finnst mér að það eigi að fara eftir landslaginu. Þú setur ekki hvað sem er ofan í hvað sem er.“ Hún segir skóginn vera orðinn gamlan og gróinn. „Mér finnst að menn þurfi að kunna sér hóf. Þetta er óttalega vulgar grindarstigi. Við erum nú alltaf að reyna að gera umhverfi okkar manneskjulegt og vinsamlegt. Þetta er svolítið grimmt inn í þetta yfirbragð.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira