Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 11:50 Damon Albarn kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr á þessu ári. Frazer Harrison/Getty Images Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins. Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins.
Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira