Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 11:50 Damon Albarn kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr á þessu ári. Frazer Harrison/Getty Images Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins. Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman „No Hingris Honly Mandarin“ Arnar Grant flytur í Vogahverfið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025 Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Sjá meira
Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins.
Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Fleiri fréttir Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman „No Hingris Honly Mandarin“ Arnar Grant flytur í Vogahverfið Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Myndband: Sungu snjókorn falla á íslensku táknmáli Steindi og Saga leika í hverju einasta atriði Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025 Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Sandra heitir ekki Barilli Arnór hættur með Sögu Ólík hlutskipti Gunna og Felix Jólabarnið Soffía sýnir heimilið Ragga Sveins flutt heim og selur Arnarneshöllina Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Sjá meira