Skipulagsyfirvöld ósátt við Damon Albarn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2023 11:50 Damon Albarn kom fram á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr á þessu ári. Frazer Harrison/Getty Images Íslenski ríkisborgarinn og poppstjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitarstjórn í Devon sýslu í suðurhluta Englands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tónlistarmanninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis. Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins. Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Það er breska götublaðið Daily Mail sem greinir frá erjunni. Þar kemur fram að nefndin hafi miklar áhyggjur af hávaðamengun frá dælunni en fyrir er tónlistarmaðurinn þegar með aðra dælu tengda við hús sitt. Segir nefndin að um sé að ræða gríðarlega fallegt náttúrusvæði sem eigi að vera hægt að njóta í ró og næði. Í umfjöllun breska götublaðsins kemur fram að Albarn hafi fengið byggingarleyfi í október 2021 til þess að breyta gömlu bóndabýli í heimili sitt, gallerí og vinnustofu. Þá sótti tónlistarmaðurinn svo um leyfi fyrr á þessu ári til þess að bæta við þó nokkrum hlutum við heimili sitt, meðal annars áðurnefndri varmadælu. Ljóst er að tónlistarmaðurinn kann vel við sig í ró og næði en hann hefur um árabil átt hús í Grafarvoginum í Reykjavík. Þar hefur hann nýtt tímann vel, samið tónlist og rölt um fjöruna. Þess er getið í umfjöllun breska miðilsins að tónlistarmanninum sé umhugað um umhverfi sitt og að varmadælurnar séu umhverfisvænar. Miðillinn hefur þrátt fyrir það eftir nefndarmanni í sveitarstjórninni í Devon að kassinn utan um varmadælu Albarn sé þrír fermetrar að stærð og rúmir 50 sentímetrar að hæð. Hún sé því ekkert augnayndi, auk þess sem hávaði af henni sé alltof mikill. Þá segir nefndarmaðurinn að hin nýja varmadæla sé auk þess utan þess svæðis sem Albarn hafi fengið leyfi til að byggja á og þá veldur það nefndinni vonbrigðum að hún sé upp sett til þess að hita hús sem tónlistarmaðurinn hyggst ekki nýta til einkanota, heldur í viðskiptalegum tilgangi, að því er fram kemur í umfjöllun götublaðsins.
Bretland Íslendingar erlendis England Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira