„Við erum gapandi á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2023 20:34 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. vísir/bjarni Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi segir sýknudóm yfir bænum hafa komið verulega á óvart. Standi dómurinn sé ljóst að einstaklingar í baráttu við kerfið, eigi ekki séns þegar kemur að dómstólum. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“ Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Feðginin höfðuðu mál á hendur Seltjarnarnesbæ og var dómur kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem bærinn var sýknaður af tólf milljóna króna skaðabótakröfu. „Viðbrögðin eru bara mjög skrítin, við erum gapandi á þessu og áttum engan veginn von á þessu,“ segir Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar. Halda baráttunni áfram Feðginin geti ekki geta unað niðurstöðunni og því muni þau áfrýja málinu til Landsréttar. „Því þetta er galið, að fólk komist upp með þetta. Sérstaklega fólk sem vinnur með börnunum okkar. Það er galið að þau geti brotið á þeim trekk í trekk, eins og í þessu tilviki.“ „Við áfrýjum og áfrýjum og höldum okkar baráttu áfram. Það er alveg með ólíkindum að einstaklingar eins og ég og dóttir mín þurfum að standa í þessu til að fá réttlæti og maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum.“ Í dómnum, sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfiðar aðstæður vegna veikinda móður en að ekki sé hægt að álykta að þeir erfiðleikar séu afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi starfsmanna bæjarins. Jafnframt segir að ekki sé hægt að staðhæfa að atburðarásin og uppeldisaðstæður hennar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. „Ef þetta er niðurstaðan þá er dómskerfið ekki eitthvað sem einstaklingar geta treyst á, sýnist mér.“
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Sjá meira