Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2023 10:41 Elfa Rún og Jónsi í Sigur Rós nota fiðlubogann í tónlist sinni þótt þau spili ekki á sama hljóðfærið. Hún spilar á fiðlu en Jóni notar fiðluboga á gítarinn. Debbie Hickey Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál. Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar. Á meðal hinna tilnefndu í ár eru bæði tónskáld og lagahöfundar, einleikarar, þjóðlagatónlistarmenn og tónlistarhópar auk kantele-leikara, píanista og sinfóníuhljómsveitar. Þar má finna alþjóðlegar stjörnur, framúrstefnulega tónlistarflytjendur, kröftugar raddir og skapandi hæfileikafólk auk reyndra flytjenda sem eiga langan feril að baki. Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019. Tónlistarverðlaunin beina kastljósinu að tónlistarsköpun og -flutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Danmörk Anja Jacobsen Peter Uhrbrand Finnland Maija Kauhanen Petri Kumela Færeyjar Teitur Grænland SIGU Ísland Elfa Rún Kristinsdóttir Sigur Rós Noregur Berit Opheim Håvard Gimse Svíþjóð Johan Lindström Norrbotten Neo Álandseyjar Whatclub Þrettán manns eiga sæti í dómnefndinni. Fulltrúar Íslands eru Anna Þorvaldsdóttir tónskáld og Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarrýnir. Ásmundur Jónsson í Smekkleysu er varamaður í dómnefndinni. Rúmar sex milljónir króna í verðlaun Handhafi tónlistarverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs þann 31. október í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur, jafnvirði rúmlega sex milljóna íslenskra króna. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru veitt núlifandi tónskáldi annað hvert ár og hitt árið – eins og í ár – eru þau veitt tónlistarhópi eða -flytjanda. Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.
Norðurlandaráð Tónlist Sigur Rós Tengdar fréttir Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22 Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Bára og Sóley tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Bára Gísladóttir og Sóley Stefánsdóttir eru tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðulandaráðs 2022. Alls voru gefnar út tólf tilnefningar en verðlaunin munu fara fram þann 1. nóvember í Helsingfors í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 10. maí 2022 13:16
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Sellóleikarinn og tónskáldið Gyða Valtýsdóttir var á meðal þrettán norrænna tónlistarmanna sem voru tilnefndir til verðlaunanna. 29. október 2019 19:22