Lífið

Fimmti þáttur af Köku­kasti: „Hann átti þetta skilið“

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Að setja krem á kökur er meira en að segja það. Einbeiting er númer eitt, tvö og þrjú.
Að setja krem á kökur er meira en að segja það. Einbeiting er númer eitt, tvö og þrjú.

Fimmti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á þriðjudögum.

Í þessum þætti verðum við vitni að fordæmalausum sóðaskap að mati keppenda. Engin orð lýsa ákefðinni í þessari æsispennandi viðureign þar sem bókstaflega allt fer úr böndunum. Þrautreyndir sigurvegarar fyrri keppna snúa aftur í myndverið í óborðanlegri baráttu. Í þættinum þurfa bakstursbræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn hreinlega að grípa inn í drama og subbuskap sem á sér engin fordæmi.

Eva Laufey ræðir grafalvarleg kökumál við bræðurna.

Kremlitaða liðið skipa Stefanía Rakel Engilbertsdóttir og Karen Gréta Minney Pétursdóttir, þær mæta appelsínugula liðinu sem eru þau Heiðar Krummi Hauksson og Hera Dögg Hjaltadóttir. Þáttinn má horfa á í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Kökukast - Fimmti þáttur

Tengdar fréttir

Fjórði þáttur af Kökukasti: Spennan í hámarki

Fjórði þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

„Ég fór bara í „blackout““

Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas.

Þriðji þáttur af Köku­kasti: Allt fór úr böndunum

Þriðji þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.

Fyrsti þáttur af Kökukasti

Fyrsti þáttur af Kökukasti er kominn í loftið. Um er að ræða stórskemmtilega fjölskylduþætti í umsjón bræðranna Gústa B og Árna Beinteins. Þættirnir eru sýndir hér á Vísi og á Stöð 2+ á mánudögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×