Lífið

Ray Ste­ven­son látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ray Stevenson talsetti einnig Gar Saxon í tölvuteiknuðu Star Wars þáttunum Rebels og Clone Wars. 
Ray Stevenson talsetti einnig Gar Saxon í tölvuteiknuðu Star Wars þáttunum Rebels og Clone Wars.  Jeff Spicer/Getty

Breski leikarinn Ray Ste­ven­son er látinn, 58 ára að aldri. Flestir kannast við leikarann úr sjón­varps­þátta­seríum á borð við Rome, Vikings og Dexter auk kvik­mynda­seríanna Thor og Divergent.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að Ray hafi verið staddur við tökur á kvik­myndinni Cassino í Ischia á Ítalíu þegar hann lést. Ekki hefur verið greint frá dána­or­sök leikarans en einungis fjórir dagar eru í af­mælis­dag hans, þegar hann hefði orðið 59 ára gamall.

Umfjöllun Hollywood Reporter um andlát leikarans má horfa á hér fyrir neðan:

Sá Malkovich á sviði

Ste­ven­son fæddist á Norður-Ír­landi en flutti til Eng­lands þegar hann var átta ára gamall. Hann hefur áður sagt frá því að það hafi haft gífur­leg á­hrif á sig þegar hann sá John Mal­ko­vich á sviði í West End leik­húsinu í London og varð það til þess að hann á­kvað að verða leikari.

Ferill Ste­ven­son er gríðar­lega langur og hefur leikarinn verið hluti af ó­tal­mörgum sjón­varps­þátta­seríum og kvik­myndum. Hann lék meðal annars riddara í kvik­myndinni King Arthur árið 2004 þar sem Keira Knightl­ey fór með aðal­hlut­verkið.

Nú síðast lék leikarinn í stóru hlut­verki sem ill­mennið Bay­lan Skoll í Star Wars þátta­röðinni Ah­soka sem frum­sýnd verður í ágúst. Ætlar Lucas­film að fram­leiða aðra seríu af þáttunum og höfðu að­dá­endur fast­lega gert ráð fyrir því að Ste­ven­son yrði hluti af henni. Áður hafði hann talsett persónuna Gar Saxxon í tölvuteiknuðu Star Wars þáttunum Rebels og Clone Wars.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×