„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 21:04 Þórarinn Eyfjörð er varaformaður BSRB segir að verkfallsaðgerðir séu versta niðurstaða sem hægt sé að hugsa sér í samningaviðræðum. Vísir/Ívar Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira