Innlent

Fundurinn hafði lítil á­hrif á um­ferð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Umferðin gekk mjög vel, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umferðin gekk mjög vel, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hafði lítil áhrif á heildarumferð á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin var einungis um tveimur prósentum minni dagana sem leiðtogafundur stóð yfir, saman borið við vikuna þar á undan.

Vegagerðin tók saman umferðartölurnar með svokölluðum lykilteljurum dagana 9. til 10. maí og svo 16. til 17. maí. Fundurinn stóð yfir dagana síðarnefndu.

Lykilteljararnir sýna umferð á þremur stofnbrautum.Vegagerðin

Vegagerðin telur muninn á lykilteljurunum, þessi tvö prósent, svo lítinn að ekki sé hægt að fullyrða að umferð hafi minnkað vegna fundarins. Sveiflan gæti hafa verið eðlileg milli vikna.

Á milli Hringbrautar og Sæbrautar var hins vegar önnur staða uppi.

„Við sjáum að samkvæmt umferðartölum, þá minnkaði umferð á Sæbraut við Höfða töluvert, eða um 60% en hins vegar jókst umferð á Hringbraut að sama skapi um 30% milli þeirra tímabila sem voru til skoðunar. Það gæti gefið vísbendingu um að umferðin um Sæbraut hafi færst yfir á Hringbraut meðan á fundinum stóð,“ er haft eftir Sigríði Lilju Skúladóttur, verkfræðingi á umferðar- og umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar, í tilkynningu.

Töluverður munur var á umferð um Hringbraut og Sæbraut.Vegagerðin

Tengdar fréttir

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×