Lífið

Mann­lífið í Reykja­­vík á níunda ára­tugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum?

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Á níunda áratugnum var Þröstur Ingólfsson iðinn við að fanga skrautlegt mannlíf Reykjavíkurborgar á filmu.
Á níunda áratugnum var Þröstur Ingólfsson iðinn við að fanga skrautlegt mannlíf Reykjavíkurborgar á filmu. Þröstur Ingólfur Víðisson

Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin.

Á níunda áratugnum var Þröstur iðinn við að fanga mannlíf Reykjavíkurborgar á filmu en myndirnar hér fyrir neðan voru flestar teknar á árunum 1980 til 1990. Má þar sjá marga einstaklinga sem settu svip sinn á bæjarlífið á þessum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×