Fara með hvalveiðileyfi til EFTA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2023 22:21 Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur. Vísir/Steingrímur Dúi Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við. Hvalur hf. er með veiðileyfi út þetta ár, en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að mikið þurfi að koma til svo leyfið fáist endurnýjað. Leyfið var veitt árið 2019 af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi ráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú beint leyfisveitingunni til ESA, eftirlitsstofununar EFTA, til að láta reyna á hvort hún standist Evrópureglur. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ segir Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur. Samtökin telji að leyfisveitingin samrýmist ekki evrópskum reglum um velferð dýra og matvælaöryggi. „Ásamt því að íslenska ríkið sé ekki að virða skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu og EES-löggjöf um kolefnislosun.“ Þannig að þið eruð bókstaflega að skoða alla þætti sem mögulega gætu verið að? „Við teljum allavega ljóst að bæði dýravelferð, matvælaöryggi og loftslagsskuldbindingum sé teflt í hættu með því að heimila þessar veiðar.“ Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð málsins hjá ESA, þar sem hvalveiðar ættu að hefjast innan fárra vikna. „Ef að matvælaráðherra bregst ekki við, þá vonum við að eftirlitsstofnun EFTA, sem sinnir þessu eftirliti líka gagnvart Íslandi, muni gera það skjótt,“ segir Védís. Hvalveiðar EFTA Dýraheilbrigði Dýr Hvalir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hvalur hf. er með veiðileyfi út þetta ár, en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að mikið þurfi að koma til svo leyfið fáist endurnýjað. Leyfið var veitt árið 2019 af Kristjáni Þór Júlíussyni, þáverandi ráðherra. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú beint leyfisveitingunni til ESA, eftirlitsstofununar EFTA, til að láta reyna á hvort hún standist Evrópureglur. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ segir Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur. Samtökin telji að leyfisveitingin samrýmist ekki evrópskum reglum um velferð dýra og matvælaöryggi. „Ásamt því að íslenska ríkið sé ekki að virða skuldbindingar sínar samkvæmt Parísarsamkomulaginu og EES-löggjöf um kolefnislosun.“ Þannig að þið eruð bókstaflega að skoða alla þætti sem mögulega gætu verið að? „Við teljum allavega ljóst að bæði dýravelferð, matvælaöryggi og loftslagsskuldbindingum sé teflt í hættu með því að heimila þessar veiðar.“ Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð málsins hjá ESA, þar sem hvalveiðar ættu að hefjast innan fárra vikna. „Ef að matvælaráðherra bregst ekki við, þá vonum við að eftirlitsstofnun EFTA, sem sinnir þessu eftirliti líka gagnvart Íslandi, muni gera það skjótt,“ segir Védís.
Hvalveiðar EFTA Dýraheilbrigði Dýr Hvalir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira