Innlent

Fyrsti dagur leið­toga­fundar í Hörpu í myndum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, virtist um stund eitthvað eftir sig í Hörpu í dag.
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, virtist um stund eitthvað eftir sig í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm

Fyrsti leið­toga­fundur Evrópu­ráðsins síðan 2005, stærsti við­burður sem haldinn hefur verið í Reykja­vík, fór af stað í borginni í dag.

Aldrei áður hafa svo margir hátt settir þjóðar­leið­togar sótt landið heim á sama degi, eða rúm­lega fjöru­tíu talsins. Öll hittust þau í mið­borg Reykja­víkur í Hörpu og svöruðu þar flest spurningum fjöl­miðla­fólks áður en setningar­at­höfn fór fram í Eld­borg. 

Meðal þeirra sem á­varpaði setningar­at­höfnina var Volodomír Selenskí, for­seti Úkraínu auk fjölda annarra leið­toga frá Evrópu svo sem eins og Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti, Olaf Scholz, kanslari Þýska­lands og Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

Að lokinni setningar­at­höfn fóru fram hring­borðs­um­ræður og kvöld­verður fyrir luktum dyrum. Að því loknu fóru ein­hverjir þjóðar­leið­toganna heim á leið, líkt og for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Á morgun heldur fundurinn síðar á­fram og verður stærsta við­fangs­efnið svo­kölluð tjóna­skrá, sem haldin verður yfir brot Rúss­lands í Úkraínu.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×