Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. maí 2023 23:15 Ofan á Hörpu er verið að bardúsa við að koma fyrir leyniskyttubyrgi. Vilhelm Gunnarsson Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. Allt er að verða klárt í Hörpu fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst síðdegis á morgun. Mikil öryggisgæsla er á svæðinu og munu víðtækar umferðarlokanir taka í gildi í miðbær Reykjavíkur í kvöld. Undirbúningur hefur staðið yfir í marga mánuði og Harpa tekið miklum breytingum. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Við ætlum að gera þetta þannig að Ísland geti verið stolt af sínu framlagi. Þetta er mikilvægt framlag í þágu friðar og mannréttinda í heiminum og ætlum að gera þetta með bros á vör. Við erum afskaplega ánægð að sjá hvað Reykvíkingar og Íslendingar hafa tekið allri þessari skipulagsvinnu vel og gaman að sjá hvað fólk er áhugasamt um þennan viðburð,“ segir hann. Eins og alþjóðastofnun Mikil breyting hafi orðið á húsnæði Hörpu. „Þetta er svolítið skemmtilegt að koma inn í Hörpu og sjá hana búna eins og salir í alþjóðastofnunum. Þetta er eins og að vera í New York eða Genf eða í Strassborg,“ segir Ragnar. Huga þurfi að mörgu í undirbúningi sem þessum. „Það eru fánar allra aðildarríkjanna sem þarf að setja upp og við höfum lagt áherslu á íslenska hönnun og draga íslenska náttúru svolítið fram, íslensk matargerð og tónlist. Við erum að reyna sína umheiminum hvað við höfum upp á mikið að bjóða hér á Íslandi,“ segir hann jafnframt. Ragnar segir ekki á hverjum degi sem Ísland taki að sér svo stórt verkefni líkt og fundurinn er. Aðspurður hvað gæti farið úrskeiðis svarar Ragnar litlu hlutirnir. „Það eru alltaf litlu hlutirnir sem klikka og ef enginn annar veit að þeir áttu að vera þá tekur enginn annar eftir því.“ Danska lögreglan aðstoðar við öryggisgæslu á fundinum.Vilhelm Gunnarsson Leiðir til að skapa réttlátan frið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er spennt fyrir komandi fundi. Innrás Rússa í Úkraínu verður aðal umræðuefni fundarins. „Við erum líka að fara ræða mögulegar leiðir til að skapa einhverjar forsendur fyrir réttlátum friði. Þá snýst réttlátur friður um það að hann sé á forsendum Úkraínumanna en byggi ekki á forsendum þeirra sem hafa ráðist inn í landið,“ segir Katrín. Önnur máli líkt og framtíðaráskoranir lýðræðis og mannréttinda verði einnig í brennidepli. Aðspurð hvort eitthvað óvænt verði á fundinum segir Katrín að ef svo væri myndi hún ekki vita það. „Enginn veit í rauninni hvernig svona fundur fer.“ Þeir sem ætla í miðbæinn verða að fara á tveimur jafnfljótum.Vilhelm Gunnarsson Víðtækar lokanir í miðbænum Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og það er að ýmsu að hyggja fyrir landsmenn, einna helst íbúa höfuðborgarsvæðisins. Í kvöld taka í gildi víðtækar lokanir í miðborg Reykjavíkur. Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif á ýmsa sem dæmi rekstraraðila sem geta ekki fengið vörur afhentar með bíl innan lokaða svæðisins. Veitingahúsaeigandi í miðbænum á ekki von á því að lokanirnar hafi áhrif á reksturinn sem slíkan þó vissulega hafi þurft að gera ýmsar ráðstafanir. „Við höfum þurft að panta verulega mikið af birgðum. Meira en venjulega og sumir birgjar komast ekkert að en þessir litu birgjar ætla samt að þjónusta okkur og koma með ferskan fisk en sumt þurfum við að sækja sjálf. Ég hef mestar áhyggjur af sorpinu, þannig það mun kannski allt fyllast af sorpi hérna í miðbænum,“ segir Hrefna Sætran veitingahúsaeigandi. Hún muni ekki eftir öðru eins í miðbænum. „Þetta pirrar mig ekkert svakalega en þetta er mikið umfang og ég vona að fólk komi í bæinn samt og hafi gaman,“ segir Hrefna. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Veitingastaðir Harpa Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mest áhrif á umferð síðdegis á þriðjudag Götulokanir í miðbænum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík næstu tvo daga munu hafa mikil áhrif á strætóferðir. 15. maí 2023 17:38 Myndir: Viðbúnaður og vegalokanir vegna leiðtogafundarins í Hörpu Í miðborg Reykjavíkur má víða sjá brynjaða lögreglumenn með byssukjaftana á lofti. Viðbúnaður hefur sjaldan eða aldrei verið meiri enda von á flestum þjóðarleiðtogum Evrópu í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. 15. maí 2023 14:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Allt er að verða klárt í Hörpu fyrir Leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst síðdegis á morgun. Mikil öryggisgæsla er á svæðinu og munu víðtækar umferðarlokanir taka í gildi í miðbær Reykjavíkur í kvöld. Undirbúningur hefur staðið yfir í marga mánuði og Harpa tekið miklum breytingum. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Við ætlum að gera þetta þannig að Ísland geti verið stolt af sínu framlagi. Þetta er mikilvægt framlag í þágu friðar og mannréttinda í heiminum og ætlum að gera þetta með bros á vör. Við erum afskaplega ánægð að sjá hvað Reykvíkingar og Íslendingar hafa tekið allri þessari skipulagsvinnu vel og gaman að sjá hvað fólk er áhugasamt um þennan viðburð,“ segir hann. Eins og alþjóðastofnun Mikil breyting hafi orðið á húsnæði Hörpu. „Þetta er svolítið skemmtilegt að koma inn í Hörpu og sjá hana búna eins og salir í alþjóðastofnunum. Þetta er eins og að vera í New York eða Genf eða í Strassborg,“ segir Ragnar. Huga þurfi að mörgu í undirbúningi sem þessum. „Það eru fánar allra aðildarríkjanna sem þarf að setja upp og við höfum lagt áherslu á íslenska hönnun og draga íslenska náttúru svolítið fram, íslensk matargerð og tónlist. Við erum að reyna sína umheiminum hvað við höfum upp á mikið að bjóða hér á Íslandi,“ segir hann jafnframt. Ragnar segir ekki á hverjum degi sem Ísland taki að sér svo stórt verkefni líkt og fundurinn er. Aðspurður hvað gæti farið úrskeiðis svarar Ragnar litlu hlutirnir. „Það eru alltaf litlu hlutirnir sem klikka og ef enginn annar veit að þeir áttu að vera þá tekur enginn annar eftir því.“ Danska lögreglan aðstoðar við öryggisgæslu á fundinum.Vilhelm Gunnarsson Leiðir til að skapa réttlátan frið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er spennt fyrir komandi fundi. Innrás Rússa í Úkraínu verður aðal umræðuefni fundarins. „Við erum líka að fara ræða mögulegar leiðir til að skapa einhverjar forsendur fyrir réttlátum friði. Þá snýst réttlátur friður um það að hann sé á forsendum Úkraínumanna en byggi ekki á forsendum þeirra sem hafa ráðist inn í landið,“ segir Katrín. Önnur máli líkt og framtíðaráskoranir lýðræðis og mannréttinda verði einnig í brennidepli. Aðspurð hvort eitthvað óvænt verði á fundinum segir Katrín að ef svo væri myndi hún ekki vita það. „Enginn veit í rauninni hvernig svona fundur fer.“ Þeir sem ætla í miðbæinn verða að fara á tveimur jafnfljótum.Vilhelm Gunnarsson Víðtækar lokanir í miðbænum Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og það er að ýmsu að hyggja fyrir landsmenn, einna helst íbúa höfuðborgarsvæðisins. Í kvöld taka í gildi víðtækar lokanir í miðborg Reykjavíkur. Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif á ýmsa sem dæmi rekstraraðila sem geta ekki fengið vörur afhentar með bíl innan lokaða svæðisins. Veitingahúsaeigandi í miðbænum á ekki von á því að lokanirnar hafi áhrif á reksturinn sem slíkan þó vissulega hafi þurft að gera ýmsar ráðstafanir. „Við höfum þurft að panta verulega mikið af birgðum. Meira en venjulega og sumir birgjar komast ekkert að en þessir litu birgjar ætla samt að þjónusta okkur og koma með ferskan fisk en sumt þurfum við að sækja sjálf. Ég hef mestar áhyggjur af sorpinu, þannig það mun kannski allt fyllast af sorpi hérna í miðbænum,“ segir Hrefna Sætran veitingahúsaeigandi. Hún muni ekki eftir öðru eins í miðbænum. „Þetta pirrar mig ekkert svakalega en þetta er mikið umfang og ég vona að fólk komi í bæinn samt og hafi gaman,“ segir Hrefna.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Veitingastaðir Harpa Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Mest áhrif á umferð síðdegis á þriðjudag Götulokanir í miðbænum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík næstu tvo daga munu hafa mikil áhrif á strætóferðir. 15. maí 2023 17:38 Myndir: Viðbúnaður og vegalokanir vegna leiðtogafundarins í Hörpu Í miðborg Reykjavíkur má víða sjá brynjaða lögreglumenn með byssukjaftana á lofti. Viðbúnaður hefur sjaldan eða aldrei verið meiri enda von á flestum þjóðarleiðtogum Evrópu í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. 15. maí 2023 14:40 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Mest áhrif á umferð síðdegis á þriðjudag Götulokanir í miðbænum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík næstu tvo daga munu hafa mikil áhrif á strætóferðir. 15. maí 2023 17:38
Myndir: Viðbúnaður og vegalokanir vegna leiðtogafundarins í Hörpu Í miðborg Reykjavíkur má víða sjá brynjaða lögreglumenn með byssukjaftana á lofti. Viðbúnaður hefur sjaldan eða aldrei verið meiri enda von á flestum þjóðarleiðtogum Evrópu í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins í vikunni. 15. maí 2023 14:40