„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. maí 2023 12:42 Lögreglumaður vopnaður öflugu skotvopni nærri Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27
Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21