Innlent

Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða

Máni Snær Þorláksson skrifar
Slökkviliði Akureyrar tókst að ráða niðurlögum eldsins á um hálftíma.
Slökkviliði Akureyrar tókst að ráða niðurlögum eldsins á um hálftíma. Aðsend

Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur.

„Þetta var ekki stórt, við bara fórum og slökktum þetta,“ segir Rolf Tryggvason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri, í samtali við fréttastofu. Ekki sé vitað hvernig eldurinn kom upp.

Fréttastofa fékk send myndbönd af sinubrunanum sem sjá má hér fyrir neðan.

Klippa: Sinubruni á Akureyri

Sinubrunar á Akureyri hafa alls ekki verið algengir að undanförnu á Akureyri. „Þetta er eini sinubruninn okkar allavega hingað til, við höfum sloppið mjög vel,“ segir Rolf. Þá séu fleiri sinubrunar ekki í kortunum fyrir norðan, að minnsta kosti ekki á morgun.

„Við höfum ekki áhyggjur af því, það á að snjóa á morgun,“ segir varðstjórinn en gul viðvörun er í gildi fyrir norðan á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×