Innlent

Gular viðvaranir og líkur á vetrarfærð

Máni Snær Þorláksson skrifar
Varað er við vetrarfærð á stórum hluta landsins í dag. Mynd tengist frétt ekki beint.
Varað er við vetrarfærð á stórum hluta landsins í dag. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm

Veturinn virðist ekki ennþá vera búinn þrátt fyrir að tæpar tvær vikur séu liðnar af maí. Gular viðvaranir eru í gildi allan daginn á morgun á öllu Norðurlandi, hluta af Vestfjörðum, hluta Austurlands og á miðhálendinu. Þá er varað við líklegri vetrarfærð.

Spáð er töluverðum vindi, 8-15 metrum á sekúndu á Ströndum og Norðurlandi vestra, 10-18 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og 13-18 metrum á sekúndu á Miðhálendinu. Þá er gert ráð fyrir slyddu eða snjókomu á fjallavegum fyrir norðan og austan en snjókomu eða skafrenningi á miðhálendinu, einkum norðan jökla.

Varað er við því að skyggni geti orðið mjög takmarkað og hálka líkleg á svæðunum þar sem gul viðvörun er í gildi. Líkur séu á vetrarfærð og því ætti ekki að leggja í langferðir á vanbúnum bílum.

Gular viðvaranir eru í gildi á stórum hluta landsins í dag.Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×