Diljá fagnað einna mest á rennsli í höllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2023 13:35 Diljá var vel tekið á rennsli síðdegis í Liverpool í dag. EBU Diljá Pétursdóttur fulltrúa Íslands í Eurovision var gríðarvel tekið á blaðamannarennsli í Eurovision-höllinni í dag. Kliður fór um salinn eftir að Diljá lauk sér af; blaðamenn í grennd við undirritaða létu sérstaklega vel af kraftmikilli rödd Diljár. Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Boðberi jólanna risinn á ný Lífið Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Búningaæfing fyrir seinna undankvöld Eurovision að viðstöddum blaðamönnum hófst nú síðdegis í Liverpool. Diljá var sjöunda á svið á æfingunni, á eftir Kýpur, eins og hún verður á undankeppninni annað kvöld. Og hvílíkt sjónarspil! Það var ekki að sjá örðu af stressi í Diljá þegar hún kom sér fyrir á sviðinu. Flutningur lagsins virtist ganga afar vel; eins og í Söngvakeppninni heima var Diljá á ferð og flugi um allt svið, tók handahlaup á annarri hendi og fleygði sér í gólfið við og við. Blaðamaður leyfir sér að fullyrða að rödd Diljár hafi vakið sérstaka hrifningu enda var flutningurinn einkar kraftmikill. Röddin er með þeim allra bestu í ár. Diljá var afar vel fagnað að loknum flutningi, fagnaðarlætin líklega með þeim meiri af atriðunum sem hér voru flutt. „Hvílíkur kraftur,“ sagði blaðamaður fyrir aftan undirritaða þegar Diljá kláraði - og sambærilegur kór ómaði allt í kring. Önnur framlög sem fengu virkilega góðar undirtektir í dag, ef ekki meiri en Ísland, voru það belgíska, austurríska, litháíska og albanska. Það er engum blöðum um það að fletta að Diljá er með sterkari flytjendum í ár en það vinnur ef til vill ekki með henni að á undankvöldinu eru nokkur tiltölulega sambærileg lög: einn kraftmikill flytjandi á sviði með áhrifaríka grafík. Þetta verður sannarlega spennandi á morgun.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Boðberi jólanna risinn á ný Lífið Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Lýsa „mögnuðu mómenti“ með Loreen: „Hún talaði um Diljá eins og hún væri í guðatölu“ Tvær af bakröddum íslenska Eurovision-framlagsins í ár lýsa óvæntum fundi sænsku stórstjörnunnar Loreen og Diljár, fulltrúa Íslands, sem miklum hápunkti Eurovision-dvalarinnar hingað til. Loreen hafi ausið Diljá lofi; dáðst mjög að söng hennar og hreyfingum á sviði – og hreinlega óskað þess í heyranda hljóði að hún byggi sjálf yfir jafnmiklum hæfileikum og hin íslenska starfssystir hennar. 10. maí 2023 11:50
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Slaufuðu umdeildum breytingum á síðustu stundu eftir hávær mótmæli Hætt var í gær við umdeildar breytingar á kynningu úrslita á undankvöldum Eurovision, eftir hávær mótmæli aðdáenda og annarra tengdra keppninni. Úrslit undankeppnanna í kvöld og á fimmtudag verða þannig kynnt með sama fyrirkomulagi og síðustu ár. 9. maí 2023 09:54