„Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á“ Máni Snær Þorláksson skrifar 10. maí 2023 07:54 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin ár hjálpað fólki að leita að uppruna sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur undanfarin ár hjálpað fólki að leita að uppruna sínum. Sigrún fer yfir leiðirnar sem hægt er að fara til að leita uppruna síns. Þá hefur hún heyrt lygilega margar sögur af fólki sem tekst það. Það er óhætt að segja að Sigrún Ósk sé með mikla reynslu á bakinu þegar kemur að leit að uppruna fólks. Hún var þó ekki viss um hvort það ætti að kalla sig sérfræðing í því. „Ég veit það nú ekki en kannski eru fáir hérna á Íslandi með meiri reynslu í þessu, ég er náttúrulega búin að vera í næstum áratug að garfa í þessum málum,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Sigrún Ósk var fengin til að koma í útvarpsþáttinn til að fara yfir það hvernig hægt sé að leita að uppruna sínum. Var það gert í kjölfar viðtals sem birtist á Vísi um helgina. Þar fór Sigrún Sigurðardóttir yfir leitina að samfeðra bróður sínum. Sú Sigrún var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul og ólst upp vitandi að hún ætti þennan bróður. Í byrjun þessa árs ákvað hún að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á bróður sínum. Þrátt fyrir mikla vinnu er Sigrún þó ennþá litlu nær. Geti verið flóknara að leita nálægt sér Í viðtalinu á Bylgjunni segir Sigrún Ósk að það geti verið aðeins snúið að leita að fólki svona nálægt sér. „Ég hef stundum gert grín að því að það er eiginlega flóknara að leita svona nálægt sér, stundum,“ segir hún. Hér og í löndunum í kringum Ísland sé persónuvernd höfð í meiri hávegum en á öðrum stöðum í heiminum. Það sé því ekki auðvelt að fletta fólki upp og finna það. „En langflestir eru náttúrulega með einhver svona fótspor eftir sig á netinu. Þá er alltaf spurningin: Hvað ertu með af upplýsingum til þess að byrja? Hún nafna mín í þessu tilfelli er með mjög takmarkaðar upplýsingar og er að leita að manni á Íslandi. Þá þarftu svolítið, eins og hún er búin að gera, að reyna að spyrjast fyrir í kringum þig, hvað veit fólk? Hún nefnir þarna að það sé greinilega eitthvað fólk sem veit eitthvað einhvers staðar. Af því systir hennar er sögð vera lík bróður sínum og það er svona eitthvað fólk að gefa eitthvað í skyn hér og þar.“ DNA bankarnir séu algjör frumskógur Annað sem hægt er að gera er að fara í DNA próf og vona að ættingjar hafi einnig gert það. Sigrún Ósk segir að það sé sín tilfinning að það sé orðið algengara að fólk leiti uppruna síns, þá jafnvel með slíkum prófum. „Það er líka af því það er ekki mjög langt síðan það varð hægt, að senda DNA sýni í einhvern banka sem keyrir saman niðurstöður úr öllum heiminum.“ Það eru til þónokkrir slíkir bankar og er Sigrún Ósk spurð hver sé bestur af þeim: „Þetta er algjör frumskógur, þeir eru mjög margir. Ég sá að hún var búin að senda inn í einn þeirra, My Heritage ef ég man rétt. Það er próf sem hægt er að kaupa hérna heima. Ancestry er stærstur í heiminum og er búinn að vera það í nokkur ár. Þannig að ef þú ert að leita að bankanum sem er með mestan fjölda þá geturðu farið þangað.“ Það sé þó líka misjafnt eftir löndum hvað fólk er duglegt að senda inn. Íslendingar séu til að mynda ekki þeir duglegustu í því að mati Sigrúnar Óskar. „Ég hef ekki komist yfir upplýsingar um það en mín tilfinning er sú að Íslendingar séu ekkert að senda mjög mikið að senda inn í þessa banka.“ Lygilega margar jákvæðar sögur Sigrún Ósk er þá spurð hvort hún hafi heyrt jákvæðar sögur frá fólki, sem hefur þá á endanum tekist að finna þá ættingja sem verið var að leita að. Þeirri spurningu svarar hún játandi. „Bara lygilega margar, svo ég segi bara alveg eins og er. Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á. Af því að meira að segja þótt að þú sért að leita að einhverjum og finnir ekki nákvæmlega hann í bankanum að þá getur fólk oft rakið sig áfram. Þú kannski passar við einhvern sem er svona aðeins fjarskyldur, sendir honum póst. Ert kannski með eitthvað nafn, gælunafn eða fæðingarár, sem myndi ekkert gagnast þér annars staðar, en hringir einhverjum bjöllum hjá þessum frænda. Þannig er hægt að reka sig áfram.“ Þá segir hún að það séu einnig dæmi um að fólk hafi sent sýni inn í DNA banka fyrir einhverjum árum og fái svo seinna tengingu við ættingja. „Af því þá sendir einhver ættingi inn og allt passar.“ Einnig séu dæmi um að fólk finni upplýsingar um týnda ættingja með hjálp samfélagsmiðla: „Fólk hefur alveg verið að fá upplýsingar þannig. Fólk hefur náð að komast að ótrúlegustu hlutum með gramsi. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk var með kannski eftirnafn á einhverjum föður og fór að garfa, sló inn á Facebook þetta eftirnafn og reyndi svo að þrengja það niður á ákveðið svæði.“ Fólk sendi svo póst á alla sem eru með þetta nafn og segjast vera að leita að ákveðnum manni. „Stundum einmitt kemur eitthvað út úr því.“ Fjölskyldumál Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Það er óhætt að segja að Sigrún Ósk sé með mikla reynslu á bakinu þegar kemur að leit að uppruna fólks. Hún var þó ekki viss um hvort það ætti að kalla sig sérfræðing í því. „Ég veit það nú ekki en kannski eru fáir hérna á Íslandi með meiri reynslu í þessu, ég er náttúrulega búin að vera í næstum áratug að garfa í þessum málum,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Sigrún Ósk var fengin til að koma í útvarpsþáttinn til að fara yfir það hvernig hægt sé að leita að uppruna sínum. Var það gert í kjölfar viðtals sem birtist á Vísi um helgina. Þar fór Sigrún Sigurðardóttir yfir leitina að samfeðra bróður sínum. Sú Sigrún var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul og ólst upp vitandi að hún ætti þennan bróður. Í byrjun þessa árs ákvað hún að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á bróður sínum. Þrátt fyrir mikla vinnu er Sigrún þó ennþá litlu nær. Geti verið flóknara að leita nálægt sér Í viðtalinu á Bylgjunni segir Sigrún Ósk að það geti verið aðeins snúið að leita að fólki svona nálægt sér. „Ég hef stundum gert grín að því að það er eiginlega flóknara að leita svona nálægt sér, stundum,“ segir hún. Hér og í löndunum í kringum Ísland sé persónuvernd höfð í meiri hávegum en á öðrum stöðum í heiminum. Það sé því ekki auðvelt að fletta fólki upp og finna það. „En langflestir eru náttúrulega með einhver svona fótspor eftir sig á netinu. Þá er alltaf spurningin: Hvað ertu með af upplýsingum til þess að byrja? Hún nafna mín í þessu tilfelli er með mjög takmarkaðar upplýsingar og er að leita að manni á Íslandi. Þá þarftu svolítið, eins og hún er búin að gera, að reyna að spyrjast fyrir í kringum þig, hvað veit fólk? Hún nefnir þarna að það sé greinilega eitthvað fólk sem veit eitthvað einhvers staðar. Af því systir hennar er sögð vera lík bróður sínum og það er svona eitthvað fólk að gefa eitthvað í skyn hér og þar.“ DNA bankarnir séu algjör frumskógur Annað sem hægt er að gera er að fara í DNA próf og vona að ættingjar hafi einnig gert það. Sigrún Ósk segir að það sé sín tilfinning að það sé orðið algengara að fólk leiti uppruna síns, þá jafnvel með slíkum prófum. „Það er líka af því það er ekki mjög langt síðan það varð hægt, að senda DNA sýni í einhvern banka sem keyrir saman niðurstöður úr öllum heiminum.“ Það eru til þónokkrir slíkir bankar og er Sigrún Ósk spurð hver sé bestur af þeim: „Þetta er algjör frumskógur, þeir eru mjög margir. Ég sá að hún var búin að senda inn í einn þeirra, My Heritage ef ég man rétt. Það er próf sem hægt er að kaupa hérna heima. Ancestry er stærstur í heiminum og er búinn að vera það í nokkur ár. Þannig að ef þú ert að leita að bankanum sem er með mestan fjölda þá geturðu farið þangað.“ Það sé þó líka misjafnt eftir löndum hvað fólk er duglegt að senda inn. Íslendingar séu til að mynda ekki þeir duglegustu í því að mati Sigrúnar Óskar. „Ég hef ekki komist yfir upplýsingar um það en mín tilfinning er sú að Íslendingar séu ekkert að senda mjög mikið að senda inn í þessa banka.“ Lygilega margar jákvæðar sögur Sigrún Ósk er þá spurð hvort hún hafi heyrt jákvæðar sögur frá fólki, sem hefur þá á endanum tekist að finna þá ættingja sem verið var að leita að. Þeirri spurningu svarar hún játandi. „Bara lygilega margar, svo ég segi bara alveg eins og er. Það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur rekist á. Af því að meira að segja þótt að þú sért að leita að einhverjum og finnir ekki nákvæmlega hann í bankanum að þá getur fólk oft rakið sig áfram. Þú kannski passar við einhvern sem er svona aðeins fjarskyldur, sendir honum póst. Ert kannski með eitthvað nafn, gælunafn eða fæðingarár, sem myndi ekkert gagnast þér annars staðar, en hringir einhverjum bjöllum hjá þessum frænda. Þannig er hægt að reka sig áfram.“ Þá segir hún að það séu einnig dæmi um að fólk hafi sent sýni inn í DNA banka fyrir einhverjum árum og fái svo seinna tengingu við ættingja. „Af því þá sendir einhver ættingi inn og allt passar.“ Einnig séu dæmi um að fólk finni upplýsingar um týnda ættingja með hjálp samfélagsmiðla: „Fólk hefur alveg verið að fá upplýsingar þannig. Fólk hefur náð að komast að ótrúlegustu hlutum með gramsi. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk var með kannski eftirnafn á einhverjum föður og fór að garfa, sló inn á Facebook þetta eftirnafn og reyndi svo að þrengja það niður á ákveðið svæði.“ Fólk sendi svo póst á alla sem eru með þetta nafn og segjast vera að leita að ákveðnum manni. „Stundum einmitt kemur eitthvað út úr því.“
Fjölskyldumál Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira