Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:12 Frá hvalstöð Kristjáns Loftssonar í Hvalfirði. Að óbreyttu verða á annað hundrað stórhveli dregin að landi í firðinum. Vísir/Egill Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í skýrslu Matvælastofnunar kemur fram að veiðar á stórhvelum samræmist ekki markmiðum laga um velferð dýra og hefur fagráði verið falið að rýna gögnin og meta hvort veiðarnar geti yfir höfuð uppfyllt þau. Í markmiðsákvæði laganna segir meðal annars að dýr eigi að vera laus við vanlíðan, þjáningu og sársauka. Í skýrslunni kemur fram sum dýranna hafi upplifað það sem hljóti að teljast langt og þjáningarfullt dauðastríð. Fjórðungur þeirra 148 hvala sem voru veiddir við Ísland í fyrra voru skotnir oftar en einu sinni. Þá er dæmi tekið um að veiðimenn hafi elt hval með skutul í bakinu í fimm klukkustundir án árangurs. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir niðurstöðuna afgerandi. „Þess vegna finnst mér bæði ósiðlegt og óverjandi ef ráðherra stöðvar ekki veiðarnar strax.“ Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á það í gær að veiðileyfi Hvals hf. gilti út þetta ár. Ekki væri hægt að afturkalla það þó að skýrslan veki upp spurningar um framtíð veiðanna. Þorgerður telur ráðherra aftur á móti í fullum rétti að afturkalla leyfið á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir. „Á grunni dýraverndarlaga og á grunni þess sem er sett sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins. Hvalur er ekki að uppfylla þau skilyrði sem voru sett við veitingu leyfisins og þess vegna er óskiljanlegt og óverjandi ef ráðherra gerir það ekki. Og höfum það í huga að þetta er ráðherra Vinstri grænna sem þorir ekki að stöðva hvalveiðar. Öðruvísi mér áður brá,“ segir Þorgerður. Ábyrgðarhluti hjá ráðherra að bregðast við Veiðileyfið er háð skilyrðum um að farið sé eftir settum reglum en þær kveða meðal annars á um að nota eigi búnað sem tryggi að hvalir séu aflífaðir samstundis. Þess ber þó að nefna að í skýrslu MAST segir að bestu þekktu aðferðum hafi verið beitt miðað við aðstæður. Því hafi ákvæði um veiðar í lögum um velferð dýra ekki verið brotin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar árið 2017.Vísir/Vilhelm En að óbreyttu hefst vertíðin á næstunni og unnið er að því að gera skipin klár fyrir veiðar. Aðspurð um mögulega skaðabótaábyrgð við afturköllun veiðileyfis á þessum tímapunkti segir Þorgerður að það hafi legið fyrir að hvalveiðarnar og réttmæti þeirra væru í skoðun hjá stjórnvöldum. „Hvalur hf. vissi að það væri verið að afla þessara gagna. Nú eru þessar niðrustöður komnar. Þá hljóta stjórnvöld að bregðast við í ljósi þessara niðurstaðna sem nú liggja fyrir. Það er ekki hægt vinna þannig að það komi ekkert út úr þessu. Niðurstöðurnar eru sláandi og það er ábyrgðarhluti hjá ráðherra ef hún ætlar ekki að bregðast við núna, heldur að leyfa fyrirtækinu að halda áfram þessum hvalveiðum,“ segir Þorgerður Katrín.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira