42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2023 08:55 Tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum voru 27 talsins á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra sem hefur birt skýrslu um kynferðisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þar segir að lögreglunni hafi borist tilkynningar um 42 nauðganir á tímabilinu sem samsvari níu prósenta fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan. Fram kemur að hluti þeirra 123 kynferðisbrota sem tilkynnt voru hafi verið tilkynnt á umræddu tímabili en átt sér stað fyrr. „Þegar einungis er litið til þeirra kynferðisbrota sem áttu sér stað fyrstu þrjá mánuði ársins þá fækkaði þeim um 39% samanborið við meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Þannig fækkar tilkynningum í öllum brotaflokkum kynferðisbrota,“ segir í tilkynningunni. 27 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt Í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra segir að tilkynnt kynferðisbrot gegn börnum hafi verið 27 talsins, sem sé 22 prósenta fækkun mála frá 2022. Þá voru blygðunarsemisbrot níu talsins sem sé svipað og árið 2022 en nokkur fækkun miðað við 2020 og 2021 á sömu tímabilum. „Þá bárust 45 tilkynningar sem falla undir önnur kynferðisbrot en þar er í flestum tilvikum um að ræða stafræn kynferðisbrot eða kynferðisleg áreitni. Meðalfjöldi tilkynntra brota til lögreglu, burtséð frá því hvenær þau áttu sér stað, fyrstu þrjá mánuði ársins voru um tíu brot á viku. Meðalaldur brotaþoli töluvert lægri en grunaðra Frá og með árinu 2023 varð skráning brotaþola kynferðisbrota í málaskrá lögreglu markvissari, en áður voru þeir aðeins skráðir í um 75% kynferðisbrotamála. Fjöldi brotaþola var 92 og þar af 90% kvenkyns fyrstu þrjá mánuði ársins. Meðalaldur brotaþola var umtalsvert lægri en grunaðra eða 22 ár, og voru 42% þeirra undir 18 ára í öllum tilkynntum kynferðisbrotamálum. Fjöldi grunaðra í kynferðisbrotum var 94, þar af tæplega 94% karlkyns. Meðalaldur grunaðra var 35 ár, þar af 13% undir 18 ára. Þannig er rúmlega tíu ára aldursmunur á meðalaldri brotaþola og grunaðra. Á ofbeldisgátt 112.is má finna leiðarvísir um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Nú síðast hefur leiðarvísirinn verið uppfærður með upplýsingum um meðferð mála fyrir 15-17 ára ungmenni. Unnið er að því að uppfæra upplýsingar um meðferð kynferðisbrota þeirra sem eru undir 15 ára. Þá hefur heilbrigðisráðherra skipað starfshóp um kortleggja og samræma fyrirkomulag varðandi aðkomu heilbrigðisstarfsfólk þegar upp kemur grunur um kynferðisofbeldi í garð barna. Hópnum er m.a. ætlað að skýra boðleiðir milli lögreglu, barnaverndar og heilbrigðiskerfisins en ekki hefur verið til staðar samræmt verklag um heilbrigðisþjónustu við börn yngri en 18 ára vegna kynferðisofbeldis, sjá nánar hér. Nauðganir eiga sér frekar stað um helgar og nóttu Í skýrslunni má finna greiningu á tímasetningu allra kynferðisbrota sem tilkynnt eru til lögreglu. Hún leiðir í ljós að flest brotin eiga sér stað á virkum dögum, en þegar eingöngu er rýnt í tímasetningu nauðgana má sjá að þær eiga sér flestar stað um helgar og þar af rúmur helmingur að nóttu til,“ segir í tilkynningunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent